Í einum grænum

Í einum grænum er dótturfyrirtæki Sölufélags garðyrkjumanna og var stofnað 2004 með það að leiðarljósi að fullnýta uppskeru grænmetisbænda.
Markmiðin eru að koma nýjum vörum á framfæri og bjóða neytendum upp á fullunna vöru unna úr íslensku grænmeti. Með þessu er komið í veg fyrir matarsóun sem fyrirtækinu er einnig mjög hugleikin.
Fyrirtækið leggur einnig mikla áherslu á framleiðslu fyrir stóreldhús og mötuneyti og hefur mikil þróun átt sér stað síðustu ár og fer framboðið ört stækkandi.

Vörumerkið Ostahúsið hefur verið í eigu IEG frá 2006 og fer öll framleiðsla fram í höfðustöðvum okkar. Ostahúsið er rótgróið vörumerki upphaflega stofnað í Hafnarfirði árið 1992. 

Sjá nánar vefsíðu Sölufélags garðyrkjumanna islenskt.is